Furuno CI-88

Furuno CI-88 Doppler straumsónarinn (Doppler Sonar Current Indicator), eða straummælirinn, er hannaður til notkunar í öllum gerðum fiskiskipa og skipa sem vinna við sjómælingar.
Með mælinum er 10,4” háskerpu LCD skjár en einnig er hann fáanlegur í BlackBox útgáfu. Á skjánum birtast upplýsingar um straumhraða og straumstefnu á þremur mismunandi dýpum (Depth Layers) samtímis, auk hraða og reks skipsins. Allar þessar upplýsingar eru mjög gagnlegar við ákvörðun um hvar og hvenær veiðarfærið er lagt út.
Velja má um 6 framsetningar við stjórnun tækisins með því að velja viðeigandi hnapp: “Tide Vector”, Ships´s Speed”, Echo Level”, “Text”, “Track” og “Tide Log”. Aðrar stillingar eru einfaldlega gerðar með snúningshnappi og bendli. Algengustu aðgerðir er einfalt að vista í sérstökum lyklum (Function Buttons) sem flýtir fyrir þegar þarf að framkvæma þær. Einungis þarf að smella á á lykilinn og aðgerðin kemur upp í valmynd.
Í CI-88 mælinum er þriggja geisla senditækni sem hefur verið þróuð til að auka á nákvæmnina við straummælingar. Þessi tækni leiðréttir fyrir þeim áhrifum sem dýfur, velta (Pitching, Rolling) og ölduhæðarbreytingar (Heaving) hafa á sendigeisla tækisins svo úrvinnsla upplýsinga um strauma og framsetning lóðninga á skjá tækisins verði sem réttust.
Stjórnandi mælisins getur valið um fjögur skjáviðmót: “Ground Tracking”, “Water Tracking”, “NAV” og “Automatic“. Þegar tækið er stillt á “NAV” og upplýsingar um botn berast ekki til tækisins vegna mikils dýpis er samt sem áður hægt að fá raunupplýsingar um straumhraða með því að tengja tækið við GPS. Með tengingu við GPS áttavita er einnig hægt að fá raunupplýsingar um straumstefnur.
Auk skjásins eru einingar mælisins vinnslueining (Processor) og botnstykki (Transducer). Velja má hvort stjórneiningin (Control) er áföst skjánum eða ekki.





Vörulýsing

Tíðni: 288 kHz Skjástærð: 10.4″ / BB
Straumdrægi: 2 – 100 m Botndrægi: 200 m
Straumlög: 3 Straumhraði: 0.0 – 9.9 kt
Straumnákvæmni: +- 0.2 kt Straumstefna: 0° – 360°
Hraði skips: -10.0 til 30.0 kt Hraðanákvæmni: +- 0.1 kt
Spenna: 24 VDC Straumtaka: 2.5 A

PDF Skjöl

Bæklingur CI-88 Bæklingur
Leiðarvísir CI-88 Leiðarvísir