Time Zero Professional


TZ Professional hugbúnaðinn þekkja flestir skipstjórnarmenn stærri skipa. Hugbúnaðurinn er í stöðugri þróun og sem dæmi um nýjungar má nefna ENC sjókort (S63, lögleg sjókort sem koma í stað pappírskorta), ný tví- og þrívídd sem hefur fengið frábærar móttökur og nýtt viðmót fyrir fiskveiðar. TZ Professional getur unnið með þrjá skjái í einu, hver og einn getur verið fjórskiptur, sem gefur alls 12 skjámyndir.

 • Ratsjárviðmót

Tengja má ratsjá við Time Zero og hafa hana á hvaða skjá sem er sem notaður er með forritinu. Þá er einnig hægt að leggja ratsjármyndina yfir kortið og sjá þannig öll endurvörp frá ratsjánni á kortinu.

Furuno ratsjár:


Placeholder
 • Dýptarmælisviðmót


Furuno dýptarmæliseining gerir Time Zero að fullkomnu fiskileitartæki. Dýpis- og botngerðarupplýsingar eru vistaðar í kortið jafn harðan. Þegar bendill er hreyfður til í dýptarmælismyndinni birtist hann einnig í kortinu.

Furuno dýptarmælar:

Placeholder
 • Veðurkort

Nú er hægt að sækja veðurupplýsingar með einfaldri aðgerð í Time Zero yfir internetið. Hægt er að sækja kort fyrir stór svæði fyrir allt að 16 daga fram í tímann. Upplýsingarnar eru síðan settar fram á skjáinn bæði tölulega og grafískt. Veðurupplýsingarnar uppfylla staðla WMO.

Veðurupplýsingar:

 • Lofthiti
 • Skýjahula
 • Úrkoma
 • Vindur
 • Loftþrýstingur
 • Öldur
 • Yfirborðshiti

Placeholder
 • SDS tví- og þrívídd

Þegar SDS (sjálfvirk dýpissöfnun) er virk safnar forritið gögnum og upplýsingum um dýpi frá dýptarmælinum. Þegar unnið hefur verið úr gögnunum birtast þau á myndrænan hátt sem kort af botninum.
Sneiðmynd af botninum undir sigldum ferli birtist í sérstökum glugga. Sneiðmyndina má einnig kalla fram með með því að nota mælistikuverkfærið.
Músarbendillinn er sýndur á sjókortinu þegar hann er færður yfir sneiðmyndargluggann. Þar má einnig setja niður punkta sem vistast í kortið.


Placeholder

Hér til hægri er mynd af sama svæði og er á myndinni fyrir ofan, nema í þrívíðu viðmóti. Myndinni má velta, halla, stækka og minnka eftir þörfum.

Breytingar sem eru gerðar á litaskalanum í tvívíða viðmótinu á efri myndinni koma einnig fram á þessum glugga.


Placeholder
 • ENC S57/S63 sjókort

Með þessari viðbótareiningu kemur sá eiginleiki í TZ Professional (v3 útgáfuna) að forritið vinnur með S-57 og S-63 sjókort, lögleg rafræn sjókort (ENC sjókort). Sjókortin eru uppfærð vikulega og uppfylla S52 staðal IMO. Ratsjár og ECDIS búnaður sem uppfylla S52 staðalinn lesa ENC sjókort. Fyrir skip með slíkan búnað er það augljós kostur að geta verið með sömu löglegu kortin samtímis í öllum þessum siglingatækjum.

Brimrún þjónustar ENC sjókort frá Admiralty, bresku sjómælingastofnunni (United Kingdom Hydrographic Office – Admiralty Maritime Product and Service). Admiralty leigir kortin í 3, 6, 9 eða 12 mánuði. Kortin eru virk að leigutímanum loknum en til að fá þau uppfærð verður að endurnýja leiguleyfið.

Viðbótareiningar


Placeholder

Sjálfvirk dýpissöfnun (SDS)

Einingin Sjálfvirk dýpissöfnun (Personal Bathymetry Generator – PBG), ásamt GPS og dýpisupplýsingum frá dýptarmæli, safnar saman upplýsingum um hafsbotninn, í þeim tilgangi að teikna upp afar nákvæmar upplýsingar um botninn og varpa þeim fram á skjáinn með tví- og þrívíddarframsetningu.

Placeholder

Dýptarmæliseining

Dýptarmæliseiningin er frábær viðbót sem gerir TimeZero að enn öflugri fiskileitarlausn. Einingin vinnur með nettengjanlegum dýptarmælum frá Furuno, DFF1, DFF3, FCV1150, DFF1-UHD og BBDS1. Dýptarmælismyndin birtist á Time Zero skjánum og hana má hafa á tvískiptum skjánum með annari mynd, eða eina á öllum skjánum.  Ef dýptarmælirinn er með botngreiningar og Accu-Fish eiginleikunum, bætast þeir eiginleikar einnig við Time Zero.

Placeholder

WASSP eining

Með þessari einingu í Time Zero er hægt að taka upp 112 eða 224 dýpispunkta samtímis með WASSP fjölgeisla dýptarmælum. WASSP tengist Time Zero tölvunni með LAN tengingu og býður þannig upp á fjölda nýrra og öflugra möguleika. Time Zero getur þannig búið til hárnákvæm tví- og þrívíð dýpiskort margfalt hraðar en með hefðbundnum aðferðum.

Placeholder

VDR eining (Voyage Data Recorder)

Með þessari nýju einingu er mögulegt að taka upp og vista mikilvægar upplýsingar sem berast Time Zero forritinu. VDR einingin tekur upp eftirfarandi merki:

 • Staðsetning, hraði og stefna eigin skips
 • Dýpis- og sjávarhiti
 • Vindhraði og stefna
 • Ratsjármynd og ARPA
 • AIS merki
 • Hljóð frá hljóðnema eða VHF talstöð (inngangur fyrir VHF talstöðvar þarf að vera í tölvunni)
 • Nettengdar IP myndavélar (AXIS)

VDR einingin getur nýst á sama hátt og sjálfvirkur siglingariti (VDR). Lesa má úr Time Zero þau siglingafræðilegu gögn sem vistuðust í aðdraganda óhapps eða slyss.

Placeholder

S63 eining

S63 einingin býður upp á notkun sjókorta sem keypt eru í áskrift. Einingin gerir Time Zero kleift að sýna S57/S63 sjókort (ENC sjókort sem eru lögleg sjókort) frá aðilum eins og British Admiralty. Sjókortin er hægt að kaupa í áskrift sem leyfir notkun þeirra á allt að 5 siglingatölvum á þessu eina leyfi. Þannig er hægt að samræma sjókortin í Time Zero við kortin í öðrum tækjum í brúnni sem notast við S57/S63 sjókort, t.d. ECDIS.

Listi yfir eiginleika