TZ Navigator hugbúnaðurinn er í stöðugri þróun og árangurinn leynir sér ekki. Dæmi um nýjungar eru einfaldað og aðgengilegra viðmóti sem er auðvelt í notkun með mús/lyklaborði eða snertiskjá, nýr útreikningur fyrir siglingaleiðir sem eykur öryggi og öryggiskeila sem varar notanda við þegar hætta er á strandi. TZ Navigator getur unnið með fjölda skjámynda, allt að tvær myndir á skjánum í einu skiptar til helminga.

  • Ratsjárviðmót

Hægt er að tengja ratsjá við Time Zero og hafa hana yfir allan skjáinn eða tvískipt með sjókorti eða dýptarmæli. Þá er einnig hægt að leggja ratsjármyndina yfir kortið og sjá þannig öll endurvörp frá ratsjánni á kortinu.

Furuno ratsjár:


  • Dýptarmælisviðmót

Furuno dýptarmæliseining gerir Time Zero að fullkomnu fiskileitartæki. Þegar bendill er hreyfður til í dýptarmælismyndinni birtist hann einnig í kortinu.

Furuno dýptarmælar:


  • Veður og siglingarleiðir

Nú má sækja veður upplýsingar með einfaldri aðgerð í Time Zero yfir internetið. Hægt er að sækja kortið fyrir stór svæði fyrir allt að 16 daga fram í tímann. Upplýsingarnar eru síðan settar fram á skjáinn bæði tölulega og grafískt. Veðurupplýsingarnar uppfylla staðla WMO.


  • Veður og siglingarleiðir

Nú má sækja veður upplýsingar með einfaldri aðgerð í Time Zero yfir internetið. Hægt er að sækja kortið fyrir stór svæði fyrir allt að 16 daga fram í tímann. Upplýsingarnar eru síðan settar fram á skjáinn bæði tölulega og grafískt. Veðurupplýsingarnar uppfylla staðla WMO.


Viðbótareiningar


Ratsjáreining

Ratsjáreiningin gerir TZ Navigator að enn öflugra siglingarforriti og býður upp á tengingu við fjölda ratsjá og NavNet lausna frá Furuno. Ratsjármyndin birtist á Time Zero skjánum og hana má hafa á tvískiptum skjánum með annari mynd, eða eina á öllum skjánum. Þá er einnig hægt að leggja ratsjármyndina yfir kortið og sjá þannig öll endurvörp frá ratsjánni á kortinu.

Dýptarmæliseining

Dýptarmæliseiningin er frábær viðbót sem gerir TimeZero að enn öflugri fiskileitarlausn. Einingin vinnur með nettengjanlegum dýptarmælum frá Furuno, DFF1, DFF3, FCV1150, DFF1-UHD og BBDS1. Dýptarmælismyndin birtist á Time Zero skjánum og hana má hafa á tvískiptum skjánum með annari mynd, eða eina á öllum skjánum.  Ef dýptarmælirinn er með botngreiningar og Accu-Fish eiginleikunum, bætast þeir eiginleikar einnig við Time Zero.

Listi yfir eiginleika


Kynningarmyndband