Radio Ocean RO-6700

RO-6700 er vatnsheld Class-D VHF DSC talstöð frá franska framleiðandanum Radio Ocean.  Stöðin er nett en með stórum 67×50 mm LCD skjá.  Val er um að hafa stöðina 25 W eða 1 W í sendistyrk.  NMEA0183 gagnatengi er í stöðinni sem notast til að tengja stöðina við siglingatæki, t.d. GPS.  Stöðin er afar handhæg, einföld í notkun og á frábæru verði.  Meðal annarra eiginleika má nefna:

  • Staðsetning skipsins sést á skjánum (GPS)
  • Allar alþjóðlegar rásir eru í stöðinni
  • Innbyggður ATIS eiginleiki
  • Símaskrá/nafnaskrá með 100 MMSI númerum
  • Sjálfvirk hlustun á 2-3 rásum
  • Baklýsing í takkaborði
  • Stöðin getur stýrt þokulúðri
  • Tengja má gjallarhorn við stöðina
  • Innfellingarrammi og vegg-/borðfesting innifalin
  • Er með DSC hnappi til að senda neyðarboð
  • MOB hnappur

Vörulýsing

Skjástærð: 3.3″ Sendiorka: 25 W
NMEA2000: Nei NMEA0183:
Spenna: 12 VDC Straumtaka: 6.0 A
DSC: Já Class D IMO: Nei

PDF Skjöl

Leiðarvísir RO-6700 Leiðarvísir