Furuno GP-39

Í GP-39 GPS staðsetningartækinu er nýr 12 rása móttakari með SBAS tæknieiginleikanum.  Hér er því um afar nákvæmt og áreiðanlegt tæki að ræða.  SBAS (Satellite-based Augmentation System) er aðferð sem betrumbætir gæði GPS staðsetningarkerfisins.

Skjár tækisins er 4,2” háskerpu LCD skjár og eftirtaldar skjáframsetningar eru í boði; “Plotter”, Highway”, “Steering”, “NAV data”, “Satellite monitor” og að auki tvær framsetningar sem skipstjórnandinn hannar eftir eigin óskum. Í minni tækisins má geyma allt að 3.000 ferilpunkta í ferli eigin skips, 10.000 punkta fyrir mörk og leiðarpunkta, 100 leiðarferla (routes) með allt að 30 leiðarpunktum í hverjum og einum. USB tengi er í tækinu og þar má vista ferla og leiðir.  GP-39 er nettengjanlegur við dýptarmæla, sónartæki, ratsjár, Time Zero og fleiri siglinga- og fiskileitartæki sem þurfa hárnákvæmar siglingafræðilegar upplýsingar.

GP-39 tekur á móti TLL gagnastreng (Target Latitude/Longitude) frá nettengdum dýptarmælum og sónartækjum og getur birt þessi gögn á skjánum og þannig getur skipstjórnandinn sett inn merki fyrir staðsetningu fiskitorfa o.fl.

Vörulýsing

Skjástærð: 4.2″ Nákvæmni: 3 m
Ethernet: Nei NMEA2000: Nei
NMEA0183: Sjókort: Nei
Spenna: 12-24 VDC Straumtaka: 0.7 – 0.3 A
IMO: Nei Datum:

PDF Skjöl

Bæklingur GP-39 Bæklingur
Leiðarvísir GP-39 Leiðarvísir