Furuno GP-1871/F

GP-1871F GPS/WAAS er nýr leiðariti frá Furuno með kortum og innbyggðum CHIRP dýptarmæli. Í GP-1871F er nýtt “margsnerti” (Multi-Touch) viðmót frá Furuno.

Þægilegar og snjallar fletti-valmyndir í margsnerti skjá. GP-1871F/1971F er með sams konar viðmóti og er í NavNet TZtouch2.  Valmöguleikarnir eru  í fletti valmyndum sem innihalda allar stjórnunar aðgerðir og gögn sem notandinn þarf á að halda.



Notendur hanna sínar eigin skjá framsetningar (Display Modes) sem henta hverjum og einum og mismunandi aðstæðum.

Með fingrunum, einum eða tveimur, þysja menn inn eða út, banka tvisvar með fingurgómi til að taka skjámynd eða til að breyta skjánum úr tveggja mynda skjá í eina heila skjámynd.

Innbyggður CHIRP dýptarmælir með óviðjafnanlega nákvæmu “TruEcho CHIRP™” sem skilar hámarks aðgreiningarhæfni við að greina fiskitorfur, þ.m.t. botnlægar torfur.

Mælirinn aðgreinir ólíkar fiskitegundir á mjög greinilegan hátt, jafnvel þegar þær liggja þétt saman.

Báða eftirtalda eiginleika frá Furuno er að finna í mælinum: ACCU-FISH™ og RezBoost™.  Notandinn getur valið þau tákn og liti sem honum hentar í ACCU-FISH™, allt eftir stærð tegundarinnar og dýpi.

Innbyggði korta leiðaritinn er með innbyggðu GPS loftneti.  Leiðaritinn notar hin óviðjafnanlega nákvæmu C-MAP 4D kort.  Í þessum kortum er mikið magn upplýsinga, dýpislínur, straumar, flóð og fjara, siglingaáætlanir o.m.fl., allt til þess fallið að auka á öryggi sæfarenda.

Furuno sjálfstýringarnar, NAVpilot-300 og NAVpilot-711C, eru tengjanlegar við GP-1871F og GP-1971F og þeim má stjórna frá leiðaritanum.

Sækja má í leiðaritann C-MAP veðurupplýsingar á C-map.com, þ.m.t. upplýsingar um vind, ölduhæð, úrkomu, hitastig o.fl.

Þegar GP-1871F er tengdur við AIS móttakara, má birta á skjá tækisins AIS upplýsingar og tákn, þ.m.t.  upplýsingar um skip.

Í GP-1871 eru margar skjáframsetningar í boði, þ.á.m. 3D og gervitunglaskjár.

Tækið er tengjanlegt við Furuno ratsjána DRS4W, fyrsta þráðlausa radarinn.  Frábær viðbót fyrir GP-1871F ekki síst hvað varðar nákvæmni og öryggi í siglingum.  DRS4W er 4 kW.

Auðvelt er að vista skjámyndir.  Með því að banka tvisvar með fingurgómi í skjáinn má vista skjámyndina beint á minniskort tækisins (Micro SD card).  Minniskortið er fjarlægjanlegt og má t.d. tengja við tölvu.

 

Skjár tækisins er með svokallaðri AR (Anti-Reflective) glerþekju sem dregur úr glampa (sólskinsglampavörn) og eykur gæði hans sem dagsbirtuskjás (1000 cd/m2), þ.m.t. skýrleika texta og annarra upplýsinga á skjánum.

Vörulýsing

Skjástærð: 7″ Nákvæmni: 5 m
Ethernet: Já (Þráðlaust) NMEA2000:
NMEA0183: Já (1) Sjókort: CMAP 4D
IMO: Nei Datum: Nei
Dýptarmælir: Innbyggður (GP-1871F) Geislafjöldi: 1
Tíðni: 50-200 kHz / 40-225 kHz CHIRP Sendiorka: 300W / 600W / 1kW
Mótun: CM / CHIRP Drægi: 1200 m
Spenna: 12-24 VDC Straumtaka: 1.0 – 0.5 A
Ölduleiðrétting: Nei FDF:
FFS: Nei NavNet: Nei
AccuFish: CHIRP:
BDS: DSP:

PDF Skjöl

Bæklingur GP-1871/F Bæklingur