Furuno NX-700A

Furuno NX-700 er tveggja rása Navtex móttakari sem uppfyllir  lágmarks kröfur SOLAS samkvæmt staðlinum MSC.148(77) sem tók gildi þann 1. Júlí 2005.

NX-700 getur tekið við skeytum á tveimur tíðnum samtímis. Önnur tíðnin er fastsett á 518 kHz til móttöku á alþjóðlegum Navtex skilaboðum, hina tíðnina má stilla á 490 eða 4209.5 kHz fyrir staðbundin Navtex skilaboð.  Þessi skilaboð geta innihaldið ýmsar öryggisupplýsingar eins og siglingafræðilegar aðvaranir, veður aðvaranir, leitar- og björgunar upplýsingar og aðrar upplýsingar fyrir öll skip sem sigla innan drægis hverrar Navtex sendistöðvar.  Tækið getur stillt sjálfkrafa hvaða sendistöð það hlustar á, sé það tengt við GPS móttakara.  Hlustunin ræðst þá af eigin staðsetningu.

Hvert móttekið skilaboð er vistað í langtímaminni og birtist það á skýrum og björtum 5“ svarthvítum LCD skjá.  Hægt er að velja á milli þriggja leturstærða.

NX-700 er einfalt og stílhreint tæki sem samanstendur af skjá, móttakara og loftneti.  Serial (RS-232) prentara er auðvelt að tengja við tækið til útprentunar á skilaboðum. Fyrirferðarlítill loftnets hatturinn, af gerðinni „Type-H Field Antenna“, þarfnast ekki jarðtenginga.  Einnig er innbyggður formagnari í loftnetinu sem skilar sterku og skýru merki til móttakara. Ekki er þörf fyrir sérstakt auka loftnet (Whip Antenna).

Vörulýsing

Móttökutíðni: 490 / 518 / 4209.5 kHz Gerð móttöku: F1B
Skjástærð: 5″ Prentari:
Spenna: 12 – 24 VDC Straumtaka: 1.5 – 0.8 A

PDF Skjöl

Bæklingur NX700 Bæklingur
Leiðarvísir NX700 Leiðarvísir
Handbók NX700 Handbók