Furuno GP-3700/F

GP-3700 og GP-3700F með innbyggðum dýptarmæli
Snjallir eiginleikar, einfaldleiki og hraði í fyrirrúmi

GP-3700 er nýr hágæða lita GPS/WAAS korta leiðariti og GP-3700F er sami leiðaritinn með innbyggðum dýptarmæli. Tækin eru með mörgum nýjum eiginleikum og sams konar notendaviðmóti og GP-3500 tækið sem er þekkt fyrir einfaldleika og þægindi í stjórnun. Þá eru í tækjunum margar nýjar aðgerðir eins og “short-cut” lyklar og 12,1” IPS skjár sem gefur framúrskarandi góða skerpu sem gefur skipstjórnandanum góða mynd af aðstæðum umhverfis skipið. Mikið minni fyrir leiðarpunkta, baujur, merki o.fl. gerir þetta tæki ákjósanlegt fyrir fiskimanninn til langrar framtíðar.

Eftirfarandi skjáframsetningar eru í GP-3700: “Head Up”, “North Up”, “Auto Course Up”, “Course Up”, “Go To Up” og “Specified Direction Up”. Menn velja þá framsetningu sem hentar best hverjum aðstæðum. “Specified Direction Up” framsetningin miðast við valið mark á sjókortinu sem birtist lóðrétt í afstöðu við markið. Lóðningar dýptarmælisins vistast í minni tækisins og með því að spila þær til baka er hægt að setja inn merki eftir á, á völdum stöðum og þá er hægt að setja inn feril til baka á þá staði. Notandi getur sett sínar eigin stillingar í lykla sem flýtileiðir að valmyndum. Geyma má skjámyndir í minni og skoða þær hvenær sem er.

Í minni GP-3700 má geyma: 30.000 leiðapunkta eigin skips, 10.000 TT/AIS/consort/GPS bauju punkta, 30.000 mörk auk leiðaferla. Siglingafræðilegar upplýsingar má fá fram í mismunandi skjáframsetningum. Farið er frá einni skjáframsetningu til annarrar með því að smella á “Disp” takkann. Skjáframsetningar fyrir “Leiðarita”, “Áttavita”, “Gervitungl” og “Dýptarmæli” má laga til að óskum notandans. Tækið er með sérstökum “Undo” og “Redo” lyklum. Undo lykillinn ógildir síðustu aðgerð og Redo lykillinn afturkallar síðustu aðgerð. Tengi er fyrir USB minniskubb framan á tækinu sem má nota til að færa gögn á milli tækja eða til að taka öryggisafrit af gögnum sem notandi hefur safnað.

Dýptarmælis eining GP-3700F er einnig með ACCU-FISH tækni Furuno sem gefur upplýsingar um stærð fiska. Þegar endurvörp berast frá einstökum fiskum birtast á skjánum fiskamerki (Fish mark). Skipstjórnandi velur hvort fiskamerkið birtist sem hringur, rammi eða annað tveggja fisktákna. Fisktáknin birtast í tveimur stærðum, lítið táknar fisk sem er 10 – 49 cm langur, stórt táknar fiska sem eru yfir 50 cm langir. Þegar valið er að nota hring eða ramma sem fiskamerki sést undirliggjandi lóðning á skjánum.

Mælirinn er einnig með BDS tækni Furuno sem gefur mikilvægar upplýsingar um gerð botnsins undir skipinu. Sjá meira um BDS hér að neðan.
Hvítlínan (White line function) aðgreinir botnlægan fisk frá botni og gefur einnig vísbendingar um þéttleika fiskitorfa. Einnig er í mælinum “fiskviðvörun” (Fish alarm function) sem virkar þannig að þegar lóðar á fisk á svæði sem skipstjórnandi hefur fyrirfram afmarkað, heyrist í fiskviðvöruninni og á skjánum birtist sérstakt tákn. Þetta innbyggða viðvörunarkerfi má einnig nota til að láta skipstjórnandann vita um breyttar aðstæður, t.d. um breytt dýpi, um tiltekið dýpi, um sjávarhitastig, botngerð o.fl.Vörulýsing

Skjástærð: 12.1″ Nákvæmni: 5 m
Ethernet: NMEA2000:
NMEA0183: Já (3) Sjókort: MapMedia Vector
IMO: Nei Datum: Nei
Dýptarmælir: Innbyggður (GP-3700F) Geislafjöldi: 1
Tíðni: 50-200 kHz Sendiorka: 600W / 1kW
Mótun: CM Drægi: 1200 m
Spenna: 12-24 VDC Straumtaka: 2.5 – 3.1 A
Ölduleiðrétting: Nei FDF:
FFS: Nei NavNet: Nei
AccuFish: CHIRP: Nei
BDS: DSP:

PDF Skjöl

Bæklingur GP-3700 Bæklingur
Leiðarvísir GP-3700 Leiðarvísir