Furuno GP-32

GP-32 er öflugt en fyrirferðarlítið GPS tæki, vatnshelt og með öllum helstu aðgerðum sem prýða góðan GPS.  Tækið hentar í allar gerðir smærri báta og skipa en hefur einnig sannað sig sem áreiðanlegt staðsetningartæki í stærri skipum.

Mikil og góð reynsla hefur fengist af tækinu og forvera þess, GP-31.  Nákvæmni og áreiðanleiki upplýsinga um staðsetningu er mikil, þökk sé vönduðum 12 rása móttakara sem styðst við WAAS tæknina (Wide Area Augmentation System) sem var m.a. þróuð til þess að auka á nákvæmni GPS staðsetningarkerfisins.

Tækið er sterkbyggt til að standast erfiðar aðstæður til sjós með öflugt minni sem geymir allt að 1.000 ferilpunkta, 999 markpunkta og leiðarpunkta og 50 ferla með allt að 30 leiðarpunktum í hverjum og einum.  Siglingafræðilegar upplýsingar birtast á 4,5” birtustillanlegum LCD skjá.  Grafískar skjáframsetningar eru;  “Nav”, “Highway”, “Steering”, Track Plotting” auk tveggja framsetninga sem skipstjórnandinn hannar.  Allt er þetta mjög einfalt í notkun.

Eins og allir siglingatækjamóttakarar frá Furuno er GP-32 með NMEA 0183 forritanlega viðmótinu frá Furuno sem skilar hárnákvæmum siglingaupplýsingum til Time Zero, radara, leiðarita, sjálfstýringa, dýptarmæla og sónartækja.  Þá er í tækinu sérstakur RS-232 útgangur fyrir PC tölvur.

Vörulýsing

Skjástærð: 4.5″ Nákvæmni: 3 m
Ethernet: Nei NMEA2000: Nei
NMEA0183: Sjókort: Nei
Spenna: 12-24 VDC Straumtaka: 0.24 – 0.12 A
IMO: Nei Datum: Nei

PDF Skjöl

Bæklingur GP-32 Bæklingur
Leiðarvísir GP-32 Leiðarvísir