Furuno GP-150D

GP-150D DGPS staðsetningartækið er hannað til að uppfylla kröfur SOLAS, GPS staðal IMO MSC.112(73) og samsvarandi IEC staðla.  Tækið er mjög áreiðanlegt og gefur upplýsingar um staðsetningu til AIS tækja, ratsjáa, VDR (Voyage Data Recorder), Time Zero, leiðarita, sjálfstýringa, dýptarmæla og sónartækja.

Áreiðanleiki móttökumerkja er betrumbættur með villugreiningu á GPS merkjunum frá fimm gervihnöttum.  Notað er stærðfræðimodel (Receiver Autonomous Integrity Monitoring – RAIM) sem metur gæði og áreiðanleika staðsetningarinnar sem reiknuð er og flokkar gæði staðsetningarinnar í; Áreiðanlega (Safe), Varhugaverða (Caution) og Óáreiðanlega (Unsafe) . Þetta mat miðast við uppsetningu notenda á nákvæmni, þ.e. 10 m eða 100 m.  RAIM er einnig notað við mat á gæði DGPS merkja.

GP-150D samanstendur af skjáeiningu og loftneti.  Skjáeiningin er með 6” LCD skjá sem gefur skýra mynd við hvaða birtuskilyrði sem er.  Tækið styðst við WAAS tæknina (Wide Area Augmentation System) sem var m.a. þróuð til þess að auka á nákvæmni GPS staðsetningarkerfisins.  Velja má um eftirfarandi skjáframsetningar; “Text”, “Highway” og “Steering”.

Vörulýsing

Skjástærð: 6″ Nákvæmni: 3 m
Ethernet: Nei NMEA2000: Nei
NMEA0183: Já (3) Sjókort: Nei
Spenna: 12-24 VDC Straumtaka: 0.8 – 0.4 A
IMO: Datum:

PDF Skjöl

Bæklingur GP150 Bæklingur
Leiðarvísir GP150 Leiðarvísir
Handbók GP150 Handbók