Furuno FE-800

FE-800 dýptarmælirinn er fyrst og fremst siglingadýptarmælir, ekki fiskileitarmælir.  Þessi mælir er afrakstur áratuga þróunarstarfs Furuno í dýptarmælum, sónurum og ýmiss tæknibúnaðar til notkunar neðansjávar.  Með framleiðslu þessa mælis býður Furuno öruggan siglingamæli sem nemur botn og allt milli skips og botns (á sérstaklega við um grunnsævi) eins og krafist er í SOLAS samþykktum og nýjum IMO stöðlum.

Mælirinn er með 8,4” LCD skjá sem birtir dýpisupplýsingar með mjög greinilegum og skýrum hætti og velja má um mismunandi framsetningar (Modes), allt eftir aðstæðum og umhverfi á hverjum tíma.  Fjarlægðarskalinn stillist sjálfkrafa en hægt er að breyta því og stilla fjarlægðarskalann handvirkt.  Lóðningar færast yfir skjáinn á 15 mínútum á hvaða skala sem er.  Ný endurvörp birtast strax, annars vegar á tölulegu formi og hins vegar grafískt.  Upplýsingar um dýpi, tíma hverrar dýpismælingar og staðsetningu, eru geymdar í minni mælisins í 24 klst.  Spila má þessi gögn hvenær sem er.

Sjónræn viðvörun og hljóðviðvörun eru gerðar í hvert sinn sem dýpi undir botnstykkinu verður minna en fyrirfram skráð dýpi skipstjórnarmanns.  Eins fara viðvaranirnar í gang ef mælirinn sér ekki botn, t.d. ef dýpi er meira en stilltur skali og jafnframt ef dýpi er orðið svo lítið að botninn og það sem á honum er, er illgreinanlegur frá botnstykkinu.  Næmni móttakarans í mælinum er sjálfvirkt stillt eftir dýpi.  Setja má mælinn á handvirkar stillingar til að bæta skerpu og minnka yfirborðstruflanir.

Sendir (Transceiver) mælisins er tengjanlegur við tvö botnstykki á sitt hvorri tíðninni, 50 og 200 kHz.  Hærri tíðnin gefur betri upplýsingar í verra veðri og grunnsævi, sú lægri á meira dýpi.  Mælirinn vinnur samtímis með báðar tíðnirnar og birtir upplýsingarnar jafnharðan á tvískiptum skjánum.





Vörulýsing

Tíðni: 50 – 200 kHz Sendiorka: 1 kW
Skjástærð: 8.4″ Drægi: 800 m
Mótun: CM Geislafjöldi: 1
Spenna: 12-24 VDC Straumtaka: 3.8 – 1.9 A
Ölduleiðrétting: Nei FDF: Nei
FFS: Nei NavNet: Nei
AccuFish: Nei CHIRP: Nei
BDS: Nei DSP: Nei

PDF Skjöl

Bæklingur FE-800 Bæklingur
Leiðarvísir FE-800 Leiðarvísir