Furuno FCV-2100 B/G

Með því að samtvinna splittgeislatækni (Split-Beam) Furuno við True-Echo CHIRP tækni Furuno í FCV-2100 mælinum næst tvíþættur aukinn árangur. Annars vegar verður stærðargreining einstakra fiska og fiskitorfa nákvæmari og hins vegar verður skjámyndin, lóðningar og endurvörp skarpari. Betri árangur næst við að greina útlínur einstakra fiska í þéttum uppsjávartorfum og að greina fisk við botn.

Greiningartækni mælisins á dreifingu fiskendurvarpa sýnir staðsetningu og hreyfingu þeirra. Fiskendurvörp af síðustu þremur sendigeislunum eru sýnd. Setja má hring á einstök endurvörp og því sterkari sem litur hans verður, því sterkara er endurvarpið. Þetta getur verið kostur við að fylgja torfum eftir í mælinum.

FCV-2100 getur mælt stærð fiska, fiskitorfa og dreifingu þeirra á þremur aðskildum svæðum samtímis og birt allar þrjár lóðningarnar saman á skjánum. Það stuðlar að meiri hagkvæmni og árangri við veiðarnar þegar hægt er að bera saman fleiri en eina fiskitorfu umhverfis skipið.

Mjög þægilegt og fljótlegt er að stjórna mælinum með kúlumúsinni. Þá er framsetning valmynda efst á skjánum einföld og skilmerkileg svo fljótlegt er að vinna í þeim. Þá getur skipstjórnandi vistað þær aðgerðir sem hann kýs á sinn stað í valmyndunum.

Þvermál botnstykkis mælisins er ekki nema 16 cm og einfalt mál að koma því fyrir.Vörulýsing

Tíðni: 70-130 kHz Sendiorka: 1 kW
Skjástærð: BB Drægi: 800 m
Mótun: CM/FM Geislafjöldi: 3
Spenna: 24 VDC Straumtaka: 4.1 A
Ölduleiðrétting: FDF:
FFS: Nei NavNet: Nei
AccuFish: Já (FCV-2100G) CHIRP:
BDS: Nei DSP:

PDF Skjöl

Bæklingur FCV-2100 Bæklingur
Leiðarvísir FCV-2100 Leiðarvísir