Furuno FA-50

FA-50 AIS tækið (Class B) getur tengst Furuno Navnet tækjum, kortaplotterum með inngang fyrir AIS og ratsjám og sendir upplýsingar til þessara tækja í rauntíma. Upplýsingarnar birtast á grafískan hátt og eru þannig mikilvægar til að fylgjast með öðrum skipum og forða því að árekstrarhætta skapist. Tækið tekur á móti öllum þeim upplýsingum frá öðrum AIS tækjum sem gerð er krafa um til B-tækja (sjá hér að neðan “AIS”). Tækið eykur öryggi við siglingar og veiðar enda birtast í því upplýsingar frá öðrum AIS tækjum, þ.m.t. skipum með AIS sem eru handan við sjóndeildarhringinn eða sjást ekki vegna slæms skyggnis.

FA-50 er með Ethernet tengi og raðtengi (serial port) sem einfaldar tengingu þess við önnur siglingatæki. Lang flest VHF loftnet má tengja við tækið.
Tækið er með innbyggðan GPS móttakara svo að ekki þurfi að tengja FA-50 við GPS tæki, sé það tengt GPS loftneti.Vörulýsing

Skjástærð: BB Innbyggður GPS:
Ethernet: NMEA0183: 1
Spenna: 12-24VDC Straumtaka: 2.0 – 1.0 A
Class: B IMO: Nei

PDF Skjöl

Bæklingur FA-50 Bæklingur
Leiðarvísir FA-50 Leiðarvísir