FA-30 AIS tækið (Class B) getur tengst Furuno Navnet tækjum, kortaplotterum með inngang fyrir AIS og ratsjám og sendir upplýsingar til þessara tækja í rauntíma. Upplýsingarnar birtast á grafískan hátt og eru þannig mikilvægar til að fylgjast með öðrum skipum og forða því að árekstrarhætta skapist. Tækið tekur á móti öllum þeim upplýsingum frá öðrum AIS tækjum sem gerð er krafa um til B-tækja (sjá hér að neðan “AIS”). Tækið eykur öryggi við siglingar og veiðar enda birtast í því upplýsingar frá öðrum AIS tækjum, þ.m.t. skipum með AIS sem eru handan við sjóndeildarhringinn eða sjást ekki vegna slæms skyggnis.
FA-30 er með Ethernet tengi og raðtengi (serial port) sem einfaldar tengingu þess við önnur siglingatæki. Lang flest VHF loftnet má tengja við tækið. Í stað þess að kaupa sérstakt VHF loftnet fyrir tækið má tengja sérstakan loftnetsdeili við VHF loftnet sem fyrir er í skipinu.
Vörulýsing
Skjástærð: | BB | Innbyggður GPS: | Nei |
Ethernet: | Já | NMEA0183: | 1 |
Spenna: | 12-24VDC | Straumtaka: | 1.2 – 0.6 A |
Class: | B | IMO: | Nei |
PDF Skjöl
Bæklingur | FA-30 Bæklingur |
Leiðarvísir | FA-30 Leiðarvísir |