Furuno FA-170

Furuno FA-170 er Class A AIS tæki með 4,3” lita LCD skjá. Tækið sýnir tákn fyrir; önnur skip sem eru með AIS tæki, AIS-SART (search and rescue transponder, radarsvari), strandstöðvar og fleira innan VHF drægis. Tækið er með útganga fyrir ECDIS, ratsjár og önnur siglingatæki til að koma í veg fyrir árekstra.

Í tækinu eru 6 inn- og útgangar, 3 inngangar, 1 LAN-tengi og eitt tengi til viðvörunar. Tækið uppfyllir BAM kröfur (Bridge Alert Management) samkvæmt IMO MSC.302 (87). Aukalega má fá við tækið sérstakt tengi fyrir leiðsögumenn (Pilot Plug).

Tækið getur vistað allt að 2.048 skip (target) með AIS tæki eða AIS SART. Þegar valið er eitthvert skip af listanum yfir vistuð skip kemur upp gluggi með öllum helstu upplýsingum um skipið. Senda má skilaboð frá tækinu til skipa.

Þegar hætta skapast, birtist listi í tækinu yfir hættuleg skip (Dangerous Target list). FA-170 er einnig hægt að nota til samskipta (t.d. af öryggisástæðum) við öll skip með AIS búnað sem eru innan VHF drægis, eða við einstök skip gegnum MMSI númer þess. Tækið getur geymt allt að 20 skrár yfir send skilaboð og 20 yfir móttekin boð..Vörulýsing

Skjástærð: 4.3″ Innbyggður GPS:
Ethernet: NMEA0183: 6
Spenna: 12-24VDC Straumtaka: 6.0 – 3.0 A
Class: A IMO:

PDF Skjöl

Bæklingur FA-170 Bæklingur
Leiðarvísir FA-170 Leiðarvísir