Furuno DRS4DL

Radarinn er hannaður til að notast með Navnet búnaði Furuno og TimeZero búnaði Maxsea.  Hann er 4 kW, loftnetið er í hatti sem er 19“ að þvermáli og drægið er 36 sjómílur.
DRS4DL er stafrænn radar með UHD tækni Furuno sem gefur frábærlega skýra mynd.  Sjálfvirk stafræn rauntíma truflanadeyfing (Gain/Sea/Rain) skilar skjámynd sem er nánast laus við truflanir og mörk eru skarpari en menn eiga að venjast.
Einfalt er að setja radarinn upp og ekki þarf að kaupa við hann sérstakan spennugjafa, radarinn tengist beint við 24V rafkerfi skipsins.

 





Vörulýsing

Tíðniband: X-BAND Sendiorka: 4 kW
Skjástærð: BB Drægi: 0.0625 – 36 NM
Mótun: Solid State: Nei
Snúningshraði: 24 rpm Loftnetsstærð: 19″
Spenna: 12 – 24 VDC Straumtaka: 2.1 – 1.0 A
UHD: Fjöldi ARPA: 0
FTT: Nei ACE: Nei

PDF Skjöl

Bæklingur DRS4DL Class Bæklingur