Furuno CH-300

Furuno framleiddi fyrst allra hátækni fyrirtækja tveggjatíðna sónar, CH-300, sónar sem vinnur með tvær tíðnir samtímis.  Velja má um tvennt, annars vegar tíðnirnar 60 og 153 kHz (kílórið) og hins vegar tíðnirnar 85 og 215 kHz.  Botnstykkið er ein eining, tvískipt fyrir hvora tíðni.

Sónarinn er bæði millitíðni og hátíðni sónar.  Háu tíðnirnar, 153 eða 215 kHz gefa mjög skarpa mynd af nærumhverfi skipsins, botni og fiski, lægri tíðnirnar, 60 og 85 kHz af lóðningum á löngum skölum, allt að og yfir 500 metrum.  Kostir tveggja tíðna CH-300 sónarsins eru ótvíræðir og í slæmum brælum gefur hann góða mynd af sjávarbotninum og hefur reynst frábærlega vel sem fiskileitartæki.

Velja má um margar skjáframsetningar (Modes); lárétta framsetningu, lóðrétta framsetningu, dýptarmæli, leiðarita (þá þarf sónarinn að vera GPS tengdur) eða tvískiptan skjá með einhverjum tveimur þessara framsetninga, t.d. lárétta og lóðrétta framsetningu saman, en sú framsetning er mjög gagnleg þegar verið er að meta hvernig fiskitorfa dreifist.

Þessi einstaki eiginleiki CH-300 sónarsins, að vinna með tvær tíðnir í einu, byggir á því að hátíðni sendigeislar fá sterkara endurvarp af mjög smáum fiski, samanborið við lágtíðni sendigeisla.  Með því að bera samstundis saman endurvörpin í báðum sendigeislunum fást góðar upplýsingar um stærð fiska sem endurvarpið kemur af, aðallega hvort um er að ræða mjög lítinn fisk.  Endurvörp mjög lítilla fiska birtast í sterkum litum í þessari framsetningu, önnur endurvörp veikari litum.

Í sónarnum eru tvenns konar læsingar í boði.  Annars vegar má læsa á torfu og þá fylgir sónarinn torfunni sjálfvirkt eftir.  Hins vegar má læsa á fast fyrirbæri, t.d. sker eða kví og þá sést það stöðugt á skjánum í afstöðu við skipið svo lengi sem sendigeislinn nær að endurvarpast þaðan.

Sónarinn samanstendur af eftirtöldum einingum; 10,4” LCD skjá, stjórnborði, sendi- og móttökueiningu og niðurfara.  Einnig er hægt að fá hann án skjás, þ.e. í BlackBox útgáfu.  Auðvelt er að koma báðum útgáfum af sónarnum fyrir í skipum.  Niðurfarinn er fáanlegur í tveimur stærðum, 250 mm eða 400 mm.

Í CH-300 sónarnum er sérstök aðgerð, “Cross Section Scan” sem virkar þannig að þegar þrýst er á hnappinn “CUSTOM MODE BUTTON” kemur sneiðmynd á skjáinn sem sýnir lóðrétta mynd í tiltekna átt sendigeislans.  Þetta kemur sér vel við að meta þéttleika og staðsetningu fiskitorfu og er einnig gagnlegt við ýmsar aðstæður í siglingafræðilegum tilgangi.

Í slæmum brælum er sendigeisla sónarsins haldið stöðugum (í réttum halla (Tilt)) með úrvinnslu upplýsinga um dýfur og veltur skipsins.  Þessar upplýsingar má fá með því að tengja sónarinn við Furuno GPS áttavita eða Furuno hreyfiskynjarann MS-100 eða með tengingu við Furuno BS-704 hallamælinn.

Með einni snertingu má kalla fram algengustu stillingar/aðgerðir sem vistaðar hafa verið í sérstökum aðgerða hnöppum sónarsins.


Tækni sem notar hljóð, dreifingu þess frá hljóðgjafa og endurvarp, til siglinga, til að vera í samskiptum við eða finna fyrirbæri undir eða á yfirborði sjávar, er nefnd SONAR. SONAR er ensk stytting á SOund Navigation And Ranging.

Dýptarmælar (Echo sounders) og straummælar (Current indicators) eru skv. þessari skilgreiningu sónartæki, rétt eins og geislasónarar og hringsónarar.


Vörulýsing

Tíðni: 60 – 153 / 85 – 215 kHz Skjástærð: 10.4″ / BB
Hringsónar: Drægi: 1.600 m
Geislasónar: Nei Sendigeisli: °
Tilt: 0° til 55° Ölduleiðrétting:
CHIRP: Nei

PDF Skjöl

Bæklingur CH-300 Bæklingur
Leiðarvísir CH-300 Leiðarvísir