Furuno CH-250

CH-250 sónarinn er hágæða geislasónar (Search Light Sonar), hannaður til notkunar við fjölbreytilegar aðstæður og veiðiskap.  Fiskilóðningar og önnur endurvörp birtast á hágæða lita LCD skjá tækisins.

Sónarinn er einnig framleiddur sem BlackBox tæki.  Þá fylgir tækinu merkjabreytir (Interface Unit) og hægt er að tengja við sónarinn aðra LCD skjái sem uppfylla vissa staðla og aukaskjá.

Endurvörpin eru birt í 8 eða 16 lita litaskala eftir móttökustyrk endurvarpanna.  Sterkustu endurvörpin birtast í rauðum lit, þau næst sterkustu í appelsínugulum lit o.s.frv. eftir því sem endurvörpin verða veikari.  Velja má að hafa hvítan lit fyrir tiltekinn endurvarpsstyrk, til að draga þann styrk fram með sem mest áberandi hætti.  Skipstjórnandi getur valið þá liti sem honum finnst henta fyrir bakgrunn skjámyndarinnar, t.d. einn lit við dagsbirtuskilyrði og annan við næturskilyrði.

Sónarinn er fáanlegur með einni eftirtalinna tíðna, 60, 88 eða 150 kHz.  Velja má á milli tveggja lengda á niðurfaranum, 250 og 400 mm.  Einfalt mál er að koma niðurfaranum fyrir.

Við stjórnun á CH-250 sónarnum er valið á milli 10 viðmóta/framsetninga (Operational Modes):

-Hálfhrings stilling fyrir sendigeislann (láréttan að sjálfsögðu)(Half Circle Horizontal Scan)
-Heilhrings stilling fyrir sendigeislann (Full Circle Horizontal Scan)
-Aðdráttur (Zoom)
-Lóðrétt stilling sendigeislans (sneiðmynd) (Vertical Scan)
-Dýptarmælis framsetning (Vertical Sounder)
-Hálfhrings stilling fyrir sendigeislann ásamt lóðréttri stillingu hans
-Heilhrings stilling fyrir sendigeislann ásamt lóðréttri stillingu hans
-Heilhrings stilling ásamt dýptarmælismynd
-Heilhrings stilling ásamt myndrænni framsetningu af botni (Strata) og botnhörku upplýsingum fyrir valinn lóðréttan sendigeisla til hvaða áttar sem er frá skipinu
-Heilhrings stilling ásamt leiðarita (Video Plotter).

Sneiðmynd (lóðrétt stilling) ásamt hálf- eða heilhrings stillingu gefur mjög gagnlegar upplýsingar til að meta dreifingu (stærð) fiskitorfu, lóðrétt og lárétt (hæð og breidd).

Í CH-250 sónarnum er sérstök aðgerð, “Cross Section Scan” sem virkar þannig að þegar þrýst er á hnappinn “CUSTOM MODE BUTTON” kemur sneiðmynd á skjáinn sem sýnir lóðrétta mynd í tiltekna átt sendigeislans.  Þetta kemur sér vel við að meta þéttleika og staðsetningu fiskitorfu og er einnig gagnlegt við ýmsar aðstæður í siglingafræðilegum tilgangi.

Í sónarnum er val um þrjár mismunandi aðferðir til að fylgja (Track) torfum eða öðrum fyrirbærum eftir; handvirkt, með læsingu og L/L.  Þegar læst er á torfu fylgir sónarinn henni sjálfvirkt eftir.  L/L (Latitude/Longitude) er það að læsa á fast fyrirbæri, t.d. sker eða kví og þá sést það stöðugt á skjánum í afstöðu við skipið svo lengi sem sendigeislinn nær að endurvarpast þaðan.

CH-250 sónarinn lagar sjálfvirkt sendigeislann eða púlslengdina (Puls Length) að þeim skala sem tækið er stillt á hverju sinni til að tryggja bestu gæði við móttöku endurvarpa.  Þá er í honum hljóðviðvörun sem lætur vita um ný endurvörp.  Þetta getur verið kostur við veiðiskapinn og aukið öryggi við siglingu skipsins.


Tækni sem notar hljóð, dreifingu þess frá hljóðgjafa og endurvarp, til siglinga, til að vera í samskiptum við eða finna fyrirbæri undir eða á yfirborði sjávar, er nefnd SONAR. SONAR er ensk stytting á SOund Navigation And Ranging.

Dýptarmælar (Echo sounders) og straummælar (Current indicators) eru skv. þessari skilgreiningu sónartæki, rétt eins og geislasónarar og hringsónarar.


Vörulýsing

Tíðni: 60 / 88 / 150 kHz Skjástærð: 10.4″ / BB
Hringsónar: Drægi: 1.600 m
Geislasónar: Nei Sendigeisli: °
Tilt: 0° til 55° Ölduleiðrétting:
CHIRP: Nei

PDF Skjöl

Bæklingur CH-250 Bæklingur
Leiðarvísir CH-250 Leiðarvísir