EasyAIS TRX2

EasyAIS TRX2 tækið tekur við AIS boðum frá bæði Class A og Class B tækjum og sendir eigin upplýsingar samkvæmt Class B staðlinum. Alls 8 gaumljós sýna stöðu tækisins. Tækið reiknar CPA (Closest Point of Approach) útfrá AIS sendingum/gögnum annarra skipa og gefur út árekstrarviðvaranir eftir því sem tilefni er til. Á sama hátt vinnur tækið með AIS sendingar frá SART sendum (Search And Rescue Transponder).

Ekki fylgja með tækinu GPS loftnet eða VHF loftnet. Þau þarf því að kaupa aukalega. Í stað þess að kaupa sérstakt VHF loftnet má tengja sérstakan loftnetsdeili við VHF loftnet sem fyrir er í skipinu. Eftir sem áður þarf að kaupa GPS loftnet. Loks er mögulegt að tengja við tækið eitt sambyggt GPS og VHF loftnet.Vörulýsing

Skjástærð: BB Innbyggður GPS:
Ethernet: Nei NMEA0183: 1
Spenna: 12-24VDC Straumtaka: 0.3 – 0.2 A
Class: B IMO: Nei

PDF Skjöl

Bæklingur easyTRX2 Bæklingur
Leiðarvísir easyTRX2 Leiðarvísir