Furuno DFF3

DFF3 dýptarmælirinn frá Furuno er ekki sjálfstæður dýptarmælir, hann notast með MaxSea Time Zero eða Furuno NavNet.

Mælirinn er með FDF eiginleikanum (Furuno Digital Filter), tækni sem var hönnuð með NavNet tækjalínunni.  Þessi stafræni og nettengjanlegi dýptarmælir tengist öllum NavNet skjátækjum þannig að þau nýtast sem afar öflug tveggja tíðna stafræn fisksjá og dýptarmælir.  DFF3 mælirinn er afar fyrirferðarlítill og tengist annað hvort beint við NavNet skjá eða netskipti (ethernet hub) með einum netkapli.  Þegar mælirinn er tengdur netskipti sem er tengdur mörgum NavNet skjáum, má kalla DFF3 dýptarmælismyndina fram á þá skjái.
Mælirinn tengist við Time Zero Navigator og Professional. Öll stjórnun á mælinum er framkvæmd í Time Zero.
Vörulýsing

Tíðni: 28-200 kHz Sendiorka: 1/2/3 kW
Skjástærð: BB Drægi: 3000 m
Mótun: CM Geislafjöldi: 1
Spenna: 12-24VDC Straumtaka: 2.8 – 1.4 A
Ölduleiðrétting: Já (m/NavNet3D) FDF:
FFS: NavNet:
AccuFish: Nei CHIRP: Nei
BDS: Nei DSP:

PDF Skjöl

Bæklingur NAVnet3D Bæklingur
Leiðarvísir DFF3 Leiðarvísir