Brimrún ehf bíður upp á fjaraðstoð á tölvum fyrir tölvur og hugbúnað sem við seljum. Ef þú ert viðskiptavinur Brimrúnar og vantar fjaraðstoð, vinsamlegast hringdu í símanúmerið okkar 5 250 250 til að fá samband við tæknimann Brimrúnar. Næst opnarðu TeamViewer QuickSupport með því að smella á myndina hérna til hægri.

 

Þegar smellt er á myndina til hægri, þá er skránni TeamViewerQS niðurhalað í tölvuna þína. Þú þarft síðan að opna þessa skrá og heimila tæknimanni Brimrúnar aðgang til að veita þér fjaraðstoð. Mismunandi netvafrar hafa mismunandi staðsetningar á tilkynningu til notanda um niðurhölun skrárinnar en í öllum tilfellum þá er skráin niðurhöluð í „Downloads“ möppuna í tölvunni þinni.  Ef þú  lendir í erfiðleikum með að finna tilkynninguna um niðurhalið í netvafranum skaltu opna downloads möppuna. Einföld leið til að opna hana er að fara í „Start“ takkan í Windows og skrifa í leitina orðið „downloads“.  Fyrsta leitarniðurstaða er downloads mappa tölvunnar.  Þú smellir á hana og listi yfir skrár í möppunni birtist.