FastTargetTracking

“Fast Target Tracking” er sérstök aðgerð í radar sem vinnur með skip (mörk) sem nálgast eigið skip.  Þau skip fá sjálfkrafa sérstakt tákn (target vector) og við vissar aðstæður gefur radarinn hljóðaðvörun vegna þeirra.  Radarinn vinnur með allt að 100 slík mörk samtímis og birtir þau á skjánum.  Þegar einstök mörk eru skoðuð nánar birtast upplýsingar um hraða þeirra og stefnu.  Fyrir skipstjórnandann er afar mikilvægt að fá þessar upplýsingar með svo einföldum hætti.