AIS

AIS upplýsingum er skipt í tvo flokka, Class A og Class B. Mikill munur er á flokkunum hvað varðar virkni og verð. Class A-tækin eru með 12,5 W sendi, B-tækin eru almennt með 2 W sendi. A-tækin senda upplýsingar á nokkurra sek. fresti, en algengt er að B-tækin sendi á 30 sek. fresti.
Class A-tækin senda mun meira magn af upplýsingum um eigið skip en Class-B tækin gera.

B-tækin senda ávallt eftirfarandi upplýsingar á 30 sek. fresti: MMSI númer, tíma, SOG (Speed Over Ground), COG (Course Over Ground), staðsetningu og stefnu. Sjaldnar upplýsingar um heiti skipsins, stærð og gerð.

A-tækin senda að auki upplýsingar um; stöðu skipsins (Navigation status), IMO númer, kallmerki, djúpristu, áfangastað, áætlaðan tíma á áfangastað (ETA) o.fl.

AIS sendingar frá Class A tækjum hafa forgang á Class B tækin. Ef AIS rásin er full af sendingum frá A-tækjum, birtast engöngu upplýsingar á skjám AIS tækja frá A-tækjum, engar upplýsingar frá B-tækjum. Upplýsingar frá B-tækjum birtast ekki fyrr en rými er fyrir þær á AIS rásinni. Líkurnar á því að AIS rásin fyllist eru hverfandi, á hvaða hafsvæði sem er.

Stór skip nota AIS tæki af Class A gerðinni, lítil skip og skemmtibátar Class B. Ef AIS rásin fyllist, minnka Class A tækin undirliggjandi hafsvæði þannig að sendingar frá skipum sem fjærst eru detta út. Á Class B tækjum kemur fram hvort AIS upplýsingum frá tæki skipsins sé forgangsraðað og þar af leiðandi hvort það sést á tækjum annarra skipa, tækið skynjar hvort rásin er full.

Á Íslandi gildir sú regla að skip sem erum 15 m að lengd og lengri þurfa Class A tæki, minni skip sleppa með Class B.