DopplerSonar

Þegar sónar er kallaður Doppler sónar er um að ræða tæki sem nýtir svonefnd Doppler áhrif (Doppler Effect) við úrvinnslur endurvarpa frá sendigeisla tækisins.  Doppler áhrif er það þegar tíðni sendigeisla (hljóðbylgju) hefur breyst örlítið frá sendingu úr sendi og móttöku einingu, til móttöku endurvarps sama geisla af tilteknum hlut, vegna þess að fjarlægðin milli sendi og móttöku einingarinnar og hlutarins er ekki sú sama þegar sendigeislinn var sendur og þegar endurvarpið frá hlutnum hefur borist til baka í sendi og móttöku eininguna.